Hvað er eignaskiptayfirlýsing?Eignaskiptaryfirlýsing

Eignaskiptayfirlýsing er lögboðinn skriflegur gerningur um skiptingu fjöleignarhúss. Hún er gerð á grundvelli fyrirmæla  fjöleignarhúsalaga nr. 26/1994, með síðari breytingum, og geymir lýsingu á húsinu og lóð þess. Hún mæli fyrir um skiptingu þess í séreignir, sameign allra og sameign sumra. Hún tilgreinir hlutdeild hvers eiganda í sameign og markar með því grundvöll að réttindum og skyldum eigenda innbyrðis og gagnvart einstökum hlutum húss og lóðar.

Hvenær skal gera eignaskiptayfirlýsingu?    

Gera skal eignaskiptayfirlýsingu um fjöleignarhús og lóðir þeirra ef ekki er fyrir hendi áður gerð og þinglýst, fullnægjandi og glögg skiptayfirlýsing.

Hvenær er þörf á nýrri eignaskiptayfirlýsingu og hvenær ekki?                                                      

Ekki er þörf á að gera nýja eignaskiptayfirlýsingu ef þinglýstur skiptagerningur er fyrir hendi, sem tilgreinir a.m.k. séreignir og hlutfallstölur þeira í samhengi og ekki fer augljóslega í bága við ófrávíkjanleg ákvæði fjöleignarhúsalaga og eigendur vilja hafa hann áfram til grundvallar í skiptum sínum.

Réttur til þess að kerfjast nýrrar eignaskiptayfirlýsingar                                                                                                                                        

Sérhver eigandi, sem telur gildandi hlutfallstölur fyrir húsið rangar eða fyrirliggjandi skiptagerning ófullnægjandi eða rangan að öðru leyti, getur krafist þess að ný eignaskiptayfirlýsing verði gerð í samræmi við fyrirmæli fjöleignarhúsa laga og 8. gr. reglugerðar nr. 910/2000. Sama gildir þegar enginn þinglýstur skiptasamningur eða eignaskiptyfirlýsing liggja fyrir.

Hverjir gera eignaskiptyfirlýsingar?                                                                                                                                                                      

Þeim einum er heimilt að taka að sér að gera eignaskiptayfirlýsingar sem uppfylla lögmælt skilyrði og hafa fengið til þess leyfi frá félagsmálaráðherra.

Efnisatriði og innihald                                                                                                                                                                                        

Í eignaskiptayflirlýsingu skal skipting húss koma glöggt fram og tilgreint hvað tilheyrir hverjum eignarhluta, hvort um sé að ræða séreign, sameign allra eða sameign sumra og hvaða eignarhlutum slík sameign tilheyrir. Í eignaskiptaryfirlýsingu skal og greina frá forsendum hennar og þeim gögnum sem hún er byggð á og fylgja henni. Sjá nánari og fleiri atriði í 8. gr. reglugerðar nr. 910/2000.

Fylgigögn                                                                                                                                                                                                        

Með eignaskiptayfirlýsingu skulu fylgja lóðaruppdráttur, grunnmyndir og sniðmyndir af hverri hæð húss, þar sem hvert rými er merkt í samræmi við skráningarrelgur. Skráningartafla skal og fylgja eingaskiptayfirlýsingu. Öll gögn sem fylgja eignaskiptayfirlýsingu skulu vera af stærðinni A4.

Staðfesting byggingarfulltrúa

Byggingarfulltrúi áritar eignaskiptayfirlýsingar áður en þeim er þinglýst, til staðfestingar á því að þær séu í samræmi við samþykktar teikningar og að þær séu unnar í samræmi við reglugerð um eignaskiptayfirlýsingar nr. 910/2000.

Í staðfestingu byggingarfulltrúa felst hins vegar ekki viðurkenning eða samþykki á þeim breytingum á húsi eða notkun þess sem gerðar kunna að hafa verið án tilskilinna byggingarleyfa.

 

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér:

Reglugerð nr. 910/2000 um eignaskiptayfirlýsingar, útreikning hlutfallstalna o.fl. í fjöleignarhúsum

adidas heliopolis hotel in dubai , adidas concord ankle fur sneakers boys running Release Date Info , MysneakersShops | Womens - Run Swift 2 , Faoswalim - adidas outlet wisconsin dells coupons