Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti þann 11. apríl 2018 nýtt Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031. Með nýju aðalskipulagi fellur úr gildi Aðalskipulag Snæfellsbæjar 1995 -2015, sem staðfest var 8. júlí 1997. Tillaga nýs aðalskipulags var auglýst frá 15. desember 2017 – 8. febrúar 2018. Athugasemdir bárust og hefur þeim verið svarað. Óverulegar breytingar hafa orðið á skipulaginu eftir auglýsingu. Aðalskipulagið verður sent til Skipulagsstofnunar til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Snæfellsbæjar.

 

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar

    

Hér má nálgast skipulagið:

       http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?countyno=3714