Uppmæling eignamarka - Jarðir og lóðir


Uppmæling eignamarka – Jarðir og lóðir

Þjóðskrá Ísland, í samstarfi við Ríkiseignir, LMÍ og Samband Íslenskra Sveitarfélaga, vinnur nú að bættri skráningu landeigna á Íslandi.

Víða er skráningu ábótavant og þörf á átaki í afmörkun landeigna í einkaeigu, og þá sérstaklega afmörkun jarða. Afmörkun slíkra eigna er um margt flóknari en afmörkun lóða í þéttbýli og þess vegna hefur Þjóðskrá Íslands sett saman bækling með upplýsingum fyrir landeigendur til að koma sér af stað og í gegnum uppmælingu eigna sinn. Bæklinginn er hægt að nálgast
hér og á prentformi á bæjarskrifstofu Snæfellsbæjar.


Kostir uppmælinga er fyrst og fremst að verja eignarrétt eiganda, minnka líkur á ágreiningsmálum um eignarmörk og liðka fyrir öruggari ráðstöfun  eigna.

 

 

 Með nákvæmum upplýsingum landeigna er hægt að setja upplýsingar í gagnagrunn og teikna eignarmörk í landupplýsingarkerfi. Vefsjá landeigna má finna hér