Umhverfis- og skipulagsnefnd fer með málefni skipulags- og byggingamála í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010 og mannvirkjalög nr. 160/2010. Dagleg stjórnun er í höndum skipulags- og byggingarfulltrúa.
Hvað eru skipulagsmál?
- Ráðstöfun og þróun á landi og byggð.
- Í aðalskipulaginu er að finna lóðarnýtingu fyrir svæði innan marka Snæfellsbæjar.
- Í deiliskipulagi svæða og skipulagsskilmálum þess er að finna rétt einstakra lóða til bygginga, svo sem heildar fjölda fermetra sem leyfilegt er að byggja á viðkomandi lóð og útmörk byggingarreitar sem leyfinlegt er að byggja út í. Oftast nær eru ýmis önnur ákvæði sem ber að fylgja við hönnun húss og lóðar.
- Mikilvægt er að íbúar Snæfellsbæjar kynni sér skipulagsmál bæjarins, fylgist með þeirri skipulagsvinnu sem fram fer hverju sinni og geri athugasemdir á meðan skipulagið er enn í vinnslu, telji þeir ástæðu til.
- Þegar lóðarhafi hugar að breytingum á eign sinni getur það varðað skipulagsmál.
- Til eru svæði í Snæfellsbæ þar sem ekkert deiliskipulag er fyrir hendi. Í slíkum hverfum er rétturinn til breytinga á eigin húsnæði eitthvað minni. Í hverfum þar sem deiliskipulag er ekki fyrir hendi ber byggingafulltrúa þess bæjarfélags að senda erindi um byggingarleyfi til umhverfis- og skipulagsnefndar um ákvörðun um grenndarkynningu. Í flestum tilfellum ef ekki öllum er viðkomandi byggingarleyfi kynnt nærliggjandi íbúum, þá sérstaklega þeim sem eiga hagsmuna að gæta.
Lýsing og samráð
Þegar fyrirhugað er að gera nýtt aðalskipulag, breytingu á aðalskipulagi eða deiliskipulag sem víkur verulega frá aðalskipulagi á viðkomandi svæði, skal gera lýsingu. Þar skulu koma fram upplýsingar um megin innihald fyrihugaðs skipulags. Kynna skal lýsingu fyrir almenningi og leita samráðs við Skipulagsstofnun. Með því móti gefst almenningi kostur á að koma athugasemdum á framfæri á frumstigi vinnsluferlis.
Kynning
Allar breytingar á skipulagi og tillögur að nýju skipulagi ber að kynna almenningi í að minnsta kosti sex vikur áður en skipulag er samþykkt í bæjarstjórn og gefa fólki þannig færi á að skila inn athugasemdum sínum. Á vef Skipulagsstofnunar er að finna yfirlit yfir lög og reglugerðir varðandi skipulags- og umhverfismál. Þar eru einnig leiðbeiningar um skipulagsmál.
Lóðir
Þegar fyrirhugað er að reisa mannvirki á lóð er mikilvægt að kynna sér stöðu skipulags og þeirrar stefnu sem sett er fram í skipulagi fyrir viðkomandi lóð. Ef ganga þarf frá skipulagi eða breytingu skipulags til staðfestingar eða samþykktar, þarf að gera ráð fyrir að skipulagsferlið geti tekið nokkra mánuði.
Skipulagsmál sveitarfélaga skiptist í þrjá flokka og er skilgreiningin samkvæmt skipulags- og byggingarlögum þessi:
|
|
|
Kvaðir og reglur húsbyggjanda / lóðarhafa um hvað má og hvað ekki fyrir umrædda lóð. |
Nánari upplýsingar má nálgast í eftirfarandi krækjum:
Skipulagsreglugerð nr. 90/2013
Almennar fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingar sendist á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Upcoming 2021 Nike Dunk Release Dates - nike tiempo ii jersey green black friday specials - CopperbridgemediaShops | Nike Dunk Low Pro SB 304292 - 102 White Black Trail End Brown Sneakers – Ietp - nike sb mogan mid 2 white laces for sale in ohio