Aðalskipulag 

 Úr aðalskipulagi Snb nær
  • Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélaga og skal taka til alls lands innan marka sveitarfélagsins.
  • Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngur, þjónustukerfi og umhverfismál.
  • Þar er einnig lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags.
  • Sveitarstjórn skal auglýsa tillögu að aðalskipulagi með áberandi hætti og í Lögbirtingarblaðinu þar sem öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Frestur er sex vikur frá birtingu auglýsingar. Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi er tillagan send Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum ef þær hafa borist og tillagan auglýst í B- deild Stjórnartíðinda komi ekki athugasemdir frá Skipulagsstofnun.

  

Óverulegar breytingar á aðalskipulagi

Þegar sveitarstjórn metur breytingar á aðalskipulagi óverulegar er send rökstudd tillaga um breytinguna til Skipulagsstofnunar og niðurstaða sveitarstjórnar auglýst. Fallist Skipulagsstofnun á tillögu sveitarstjórnar skal hún staðfesta hana innan fjögurra vikna frá því að tillaga barst henni og auglýsa hana í B- deild Stjórnartíðinda. Fallist Skipulagsstofnun ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða skal hún tilkynna sveitarstjórn um það og fer þá um málsmeðferð eins og um gerð aðalskipulags sé að ræða.

 

Aðalskipulag Snæfellsbæjar 2015-2031 var samþykkt árið 2018 og með því var lagður grunnur að skipulagsáætlunum Snæfellsbæjar til næstu sextán ára.

Hér má nálgast skipulagið og fleiri gögn tengt því:

 http://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?countyno=3714

Forathugun vatnsaflsvirkjunarkosta (EFLA)

Fylgirit 1b_vatnsaflsvirkjanir - frumathugun á umhverfisáhrifum

vegir - skýringarkort

 

 

 ______________________________________________________________________________________________________________________________ 

                            Uppdrætti og greinargerðir er hægt að nálgast hjá Tæknideild Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, Hellissandi                                                                                                             Einnig er hægt að smella á tenglana hér fyrir neðan.                                                                                                

 

 Aðalskipulagsuppdrættir byggðarkjarna

                 Aðalsk. Hellissands og Rifs                       Aðalsk. Arnarstapi og Hellnar                        Aðalskipulag Ólafsvíkur

 

 

Aðalskipulag Snæfellsbæjar                    

         Aðalsk. Uppdr takki2      Aðalsk.Greinag takki2      Aðalsk. Skipulagsst Takki2