Aðalskipulag 

 Úr aðalskipulagi Snb nær
  • Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir eitt sveitarfélaga og skal taka til alls lands innan marka sveitarfélagsins.
  • Í aðalskipulagi er sett fram stefna sveitarstjórnar um þróun sveitarfélagsins varðandi landnotkun, byggðarþróun, byggðarmynstur, samgöngur, þjónustukerfi og umhverfismál.
  • Þar er einnig lagður grundvöllur fyrir gerð deiliskipulags.
  • Sveitarstjórn skal auglýsa tillögu að aðalskipulagi með áberandi hætti og í Lögbirtingarblaðinu þar sem öllum er gefinn kostur á að gera athugasemdir. Frestur er sex vikur frá birtingu auglýsingar. Þegar sveitarstjórn hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi er tillagan send Skipulagsstofnunar ásamt athugasemdum ef þær hafa borist og tillagan auglýst í B- deild Stjórnartíðinda komi ekki athugasemdir frá Skipulagsstofnun.

  

Óverulegar breytingar á aðalskipulagi

Þegar sveitarstjórn metur breytingar á aðalskipulagi óverulegar er send rökstudd tillaga um breytinguna til Skipulagsstofnunar og niðurstaða sveitarstjórnar auglýst. Fallist Skipulagsstofnun á tillögu sveitarstjórnar skal hún staðfesta hana innan fjögurra vikna frá því að tillaga barst henni og auglýsa hana í B- deild Stjórnartíðinda. Fallist Skipulagsstofnun ekki á að um óverulega breytingu sé að ræða skal hún tilkynna sveitarstjórn um það og fer þá um málsmeðferð eins og um gerð aðalskipulags sé að ræða.

 

Aðalskipulag Snæfellsbæjar 1995-2015 var samþykkt árið 1997 og með því var lagður grunnur að skipulagsáætlunum Snæfellsbæjar til næstu átján ára.

Í dag er unnið að endurskoðun Aðalskipulags Snæfellsbæjar en gert er ráð fyrir að þeirri vinnu ljúki á árinu 2015.

 

 ______________________________________________________________________________________________________________________________ 

                            Uppdrætti og greinargerðir er hægt að nálgast hjá Tæknideild Snæfellsbæjar, Klettsbúð 4, Hellissandi                                                                                                             Einnig er hægt að smella á tenglana hér fyrir neðan.                                                                                                

 

 Aðalskipulagsuppdrættir byggðarkjarna

                 Aðalsk. Hellissands og Rifs                       Aðalsk. Arnarstapi og Hellnar                        Aðalskipulag Ólafsvíkur

 

 

Aðalskipulag Snæfellsbæjar                    

         Aðalsk. Uppdr takki2      Aðalsk.Greinag takki2      Aðalsk. Skipulagsst Takki2

  

Sumarstörf

               Auglýsingar

 

 

                     sol

 

   Vinnuskóli Sumarstörf 

- Um vinnuskólann

- umsóknareyðublað vinnuskóli (8.-10. bekkur) 

- umsóknareyðublað sumarstörf (17 ára og eldri)