• Framkvæmdaleyfi er leyfi sveitarstjórnar fyrir meiriháttar framkvæmdum sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess, svo sem breytingar lands með jarðvegi eða efnistöku innan sveitarfélagsmarka.
 • Framkvæmdarleyfi skal ávallt vera í samræmi við skipulag.
 • Álit Skipulagsstofnunar þarf að liggja fyrir áður en gefið er út framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdum sem tilgreinar eru í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
 • Óheimilt er að hefja framkvæmdir nema fyrir liggi samþykki sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis og að framkvæmdaleyfi hafi verið gefið út.
 • Framkvæmdaleyfi gildir í 12 mánuði frá samþykki sveitarstjórnar. Framkvæmdaleyfi fellur úr gildi hafi framkvæmd ekki verið hafin innan gildistíma þess. Framkvæmd telst hafin þegar hreyft hefur verið við yfirborði jarðvegs á framkvæmdastað.

 

Hverjir geta sótt um framkvæmdaleyfi?

Framkvæmdaraðili sækir sjálfur um framkvæmdaleyfi. Framkvæmdaleyfi er gefið út á grundvelli deiliskipulags nema undantekningartilvika á grundvelli aðalskipulags.

Umsókn

 

Hvaða framkvæmdir eru framkvæmdarleyfisskyldar?

Framkvæmdir sem geta verið háðar framkvæmdaleyfi, sbr. 4. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi, eru meðal annars eftirfarandi:

 

 • Nýir vegir og endurbygging vegastígar
 • Brýr í dreifbýli, þ.m.t. umferðar- og göngubrýr
 • Umferðarbrýr í þéttbýli 

 

 • Jarðgöng og vegskálar
 • Flugvellir og flugbrautir 
 • Hafnarmannvirki 

 

 • Efnistaka á landi, úr ám, vötnum og af eða úr hafsbotni innan netlaga
 • Stíflur eða breytingar á árfarvegi, þó ekki stíflur vegna   virkjana, borun eftir heitu eða köldu vatni 
 • Varnargarðar eða fyrirhleðslur vegna ár-, sjó- eða ofanflóða

 

 • Stofn-, dreifi- og flutningskerfi fráveitu, hitaveitu, vatnsveitu, fjarskipta, rafveitna og verulegar breytingar á slíkum mannvirkjum
 • Breytingar lands með jarðvegi svo sem efnislosun
 • Nýræktun skóga, hvort sem um er að ræða nytajskóg eða     útivistarskóg eða skógareyðing 
 • Urðunarstaðir
 • Landmótun (t.d. manir)
 • Uppgræðsla lands á verndarsvæðum
 • Landfyllingar
 • Endurheimt votlendis
 • Framræsing lands
 • Framkvæmdir á skíðasvæðum, tjaldsvæðum, golfvöllum og öðrum svæðum til íþróttaiðkunar
 • Framkvæmdir til að leggja óræktað land eða lítt snortið svæði undir þaulnýtinn landbúnað, þó ekki þeim hluta slíkra framkvæmda sem háð eru byggingarleyfi skv. 9. gr. laga um annvirki
 

 

Hvaða framkvæmdir eru ekki háðar framkvæmdaleyfi?

Framkvæmdir sem teljast óverulegar eru ekki háðar framkvæmdaleyfi en geta þó verið skipulagsskyldar. Með óverulegri framkvæmd er átt við framkvæmd sem hefur óveruleg áhrif á umhverfið og ásýnd þess. Framkvæmdir sem teljast óverulegar eru til dæmis:

 • Trárækt á frístundahúsalóðum innan frístundabyggðar.
 • Óveruleg tilfærsla á veitumannvirkjum og óveruleg frávik á framkvæmdum sem þegar hafa fengið útgefið framkvæmdaleyfi og falla ekki undir lög um mat á umhverfisáhrifum.

 

Hvaða gögn þurfa að fylgja umsókninni?

Upplýsingar um nauðsynleg fylgigögn má finna í umsókninni. Helstu upplýsingar sem skulu koma fram eru:

 • Lýsing á fyrirhuguðum framkvæmdum
 • Yfirlitsuppdráttur
 • Afstöðumynd, hnitsett í mælikvarða 1:2000-1:5000
 • Frekari hönnunargögn (ef við á)
 • Samþykki landeiganda (ef landeigandi er ekki umsækjandi)
 • Samþykki meðeiganda (ef um sameign er að ræða)
 • Leyfi annarra aðila (ef við á)
 • Álit umsagnaraðila (ef við á)
 • Önnur gögn (ef við á)

Ítarlegri gögn þurfa að fylgja með umsókn ef framkvæmd byggir á aðalskipulagi, sjá betur reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.

 

Nánari upplýsingar um framkvæmdaleyfi er hægt að nálgast í eftirfarandi krækjum:

Reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012

Lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000

Reglugerð um mat á umhverfisáhrifum nr. 1123/2005

Skipulagslög nr. 123/2010

boohoo , Womens & Mens Clothes , Shop Online Fashion | 134 University Blue White Black 2020 Sneakers – Saluscampusdemadrid - nike free run violet force - Air Jordan 1 Retro High OG 555088