Fundur

Næsti fundur umhverfis- og skipulagsnefndar er fyrirhugaður fimmtudaginn 1. nóvember 2018 kl. 09:00

Erindi sem taka á fyrir þurfa að berast í síðasta lagi á hádegi, 2 dögum fyrir fund.

Síðasti fundur umhverfis- og skipulagsnefndar var haldinn í Ráðhúsi Snæfellsbæjar, þriðjudaginn 2. október 2018 kl. 09.00

 

 

Hér má nálgast síðustu fundargerð -  BN. 118  _ATH. afgreiðsu á lið 5 var frestað á fundi bæjarstjórnar 3. okt.´18. Aðrir liðir voru samþykktir samhljóða

 

 

 

 

         

 

 

 

 

 

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd starfar á grundvelli skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 og byggingarreglugerðar nr. 441/1998.

 
 Umhverfis -og skipulagsnefnd er kjörin af bæjarstjórn til fjögurra ára að loknum hverjum bæjarstjórnarkosningum.

 

Nefndina skipa nú

          Aðalmenn:

Illugi Jens Jónasson, formaður

Margrét Björk Böðvarsdóttir, varaformaður

Halldór Kristinsson

Drífa Skúladóttir

Pétur Jóhannsson

 

  Varamenn:

       Auður Kjartansdóttir

      Brynja Mjöll Ólafsdóttir

      Vilberg Ingi Kristjánsson

      Guðmundur Ólafsson

      Jóhann Már Þórisson

 
         Slökkviliðsstjóri:

             Svanur Tómasson

 

  • Skipulags- og byggingarnefnd heldur að jafnaði einn fundi í mánuði. 
 
  • Byggingarfulltrúi situr fundi nefndarinnar og  sér um að framfylgja ákvörðunum nefndarinnar.
 
  • Skipulags- og byggingarnefnd fer ásamt forstöðumanni tæknideildar Snæfellsbæjar með byggingarmál undir yfirstjórn bæjarstjórnar.

 

  • Skipulags- og byggingarnefnd fjallar um byggingarleyfisumsóknir sem berast og ályktar um úrlausn þeirra til sveitarstjórnar. Nefndin skal hafa eftirlit með því að hvarvetna í umdæmi hennar sé byggt í samræmi við gildandi skipulag, lagaákvæði og reglugerðir um skipulags- og byggingarmál.

 

  • Skipulags- og byggingarnefnd leitar  umsagnar og ráðgjafar sérfróðra aðila, t.d. um ferlimál, brunamál, hollustuhætti og öryggismál.

 

  • Nefndin gerir tillögur um götunöfn til bæjarstjórnar.
 
  • Ákvarðanir nefndarinnar skal leggja fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

 

  • Skipulags- og byggingarnefnd getur falið forstöðumanni tæknideildar Snæfellsbæjar fullnaðarafgreiðslu teikninga sem liggja fyrir nefndinni, en uppfylla ekki ákvæði byggingarreglugerðar um minni háttar atriði.